26.01.2007 12:45

34 vikur og 5 dagar

Halló halló

Jæja ef maður er ekki búinn að vera aðeins of latur við að skrifa hérna, en það ætti að fara að rætast úr því  
Ég fór í mæðraskoðun á miðvikudaginn og það kom í ljós að ég er komin með of háann blóðþrýsting og eggjahvítu í þvagið sem er víst ekki alveg nógu gott. Ljósmóðirin mín skipaði mér allavega að hætta að vinna og fara að taka því mjööög rólega, taka mataræðið í gegn og forðast allt salt. Það er strax orðið erfitt en ég þrauka þetta og fyllti bara ískápinn af ávöxtum og grænmeti í gær, gott að grípa í eitthvað svoleiðis þegar manni langar í eitthvað að narta. Annars hef ég það nú ágætt, er reyndar farin að finna ansi mikið fyrir þyngdinni sem er komin á mig, hlutir eins og að fara í skóna og standa upp úr sófanum eru bara ekki eins auðveldir og áður...hehe. Litli prinsinn hefur það mjög gott í maganum, hann stækkar alveg eðlilega og hreyfingarnar eru mjög góðar. Það er ótrúlega gaman að horfa á magann á sér breyta um lögun eftir því hvernig hann snýr sér

Síðustu vikur hafa verið mjog fróðlegar, við fórum á foreldranámskeið sem var nokkuð athyglisvert. Þetta er ekki beint námskeið um foreldrahlutverkið heldur er meira verið að fara í ferlið fyrir fæðinguna, fæðiguna sjálfa, verkjalyf sem boðið er upp á og svo firstu dagarnir eftir fæðingu. Við horfðum á video þar sem sýnt var frá tvem fæðingum og það var ansi gaman að sjá svipinn á strákunum þegar þeir horfðu á þetta. En núna er maður allavega aðeins fróðari og það ætti ekki margt að koma manni á óvart í fæðingunni sjálfri eftir þetta.

Jæja nóg í bili....skrifa aftur fljótlega

Ásdís bumbulína

Eldra efni

Um mig

Faðir:

Kári Emilsson

Móðir:

Ásdís Jóna Marteinsdóttir

Um:

Ég heiti Alexander Óli Kárason og ég fæddist 16.febrúar 2007. Ég var 13 merkur og 49 cm. Ég kom svoldið fyrr en ég átti að gera en það var sko í góðu lagi því það voru allir orðnir svo spenntir að fá mig. Ég á eina stóra systir sem heitir Lísa Katrín, hún er alveg æðisleg. Pabbi minn heitir Kári Emilsson og er úr Mosó, Mamma heitir Ásdís Jóna og er úr Árbænum.

Alexander verður 4 ára

atburður liðinn í

14 ár

8 mánuði

13 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 393
Gestir í dag: 34
Flettingar í gær: 150
Gestir í gær: 30
Samtals flettingar: 68134
Samtals gestir: 13620
Tölur uppfærðar: 1.11.2025 18:55:30